Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 155 svör fundust

Hver fann upp strokleðrið?

Franski vísindamaðurinn og landkönnuðurinn Charles Marie de la Condamine flutti fyrstur náttúrulegt gúmmí til Evrópu árið 1736. Ýmis not voru fundin fyrir það og árið 1770 skrifar hinn þekkti vísindamaður Joseph Priestley að hann hafi séð efni sem væri sérstaklega gott til að þurrka út för eftir blýant. Hann nefni...

Nánar

Hvernig búum við til ný orð?

Hér er jafnframt svarað spurningum sama efnis frá Elsu Hlín Einarsdóttur og Önnu K. Jónasdóttur. Ný orð eru sífellt að bætast í málið. Mestur hluti þeirra er af innlendum rótum runninn, en sum eru tökuorð, fengin að láni úr öðrum málum og löguð að íslensku málkerfi. Sum orðanna eru búin til meðvitað og í ákveðnum...

Nánar

Hvað er sókratísk kaldhæðni?

Lærdómsritið Síðustu dagar Sókratesar hefur að geyma þrjú verk eftir Platon þar sem Sókrates er í aðalhlutverki. Sigurður Nordal kemst svo að orði í inngangi sínum: Með viðræðum sínum vildi [Sókrates] vekja [lærisveinana] til sjálfstæðrar hugsunar, leiða innsta eðli þeirra í ljós og hjálpa því til þroska. Þessari...

Nánar

Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) segir í 33. gr.: “Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.” Lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000) hafa að geyma svipað ákvæði. Hið sama gildir um sveitarstjórna...

Nánar

Hvað er burðarbylgja í útvarpsfræðum?

Allar útsendingar með útvarpsbylgjum byggja á notkun svokallaðra burðarbylgna, hvort sem um er að ræða hljóðvarp eða sjónvarp. Þá er einföld bylgja með útsendingartíðninni mótuð með merkinu sem senda á út og samsvarar annaðhvort hljóði eða mynd eftir atvikum. Útvarps- og sjónvarpsstöðvum er úhlutað ákve...

Nánar

Er Antares stærsta sól sem vitað er um? Ef ekki, hver þá?

Antares er mjög stór af reginrisa að vera. Hún er um 700 sinnum stærri en okkar sól í þvermál en er "aðeins" 10-15 sinnum þyngri. Antares er fimmtánda skærasta stjarnan á himninum. Þó að Antares hafi um langa hríð verið talin vera bjartasta sólin í heimi (að raunbirtu, það er að segja miðað við fjarlægð) er hú...

Nánar

Er erfitt að læra forritun?

Spyrjandi bætir einnig við:Er hægt að kaupa sér kennslubækur í einhverjum tölvubúðum?Sumum finnst mjög auðvelt að læra forritun en aðrir ná sér aldrei almennilega á strik í því. Þeir sem hafa gaman af rökhugsun og nákvæmnisvinnu tileinka sér í flestum tilvikum forritun tiltölulega auðveldlega. Ef fólk vill komast ...

Nánar

Hvað er ítrun Newtons?

Ítrun Newtons er leið til að finna rót falls með tölulegum reikningum. Með rót falls \(f(x)\), sem er einnig kölluð núllstöð fallsins, er átt við gildi á \(x\) þannig að fallið verður núll. Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegar þegar ekki er hægt að finna lausnir beint en þær eru einnig notaðar þegar tölvuforrit eru...

Nánar

Hver er besta aðferðin fyrir fullorðna sem vilja læra önnur tungumál?

Því miður er engin ein aðferð best fyrir fullorðna til að læra tungumál. Þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á hvort og að hve miklu leyti fullorðnum tekst að læra erlend tungumál eru meðal annars hvatinn til námsins, þörfin fyrir að nota tungumálið, tilgangurinn með náminu og það hversu gott aðgengi nemandinn he...

Nánar

Hvernig er plast endurunnið?

Einnig var spurt:Hvernig er plast endurunnið hér á landi? Plast er búið til úr mismunandi fjölliðum. Því miður eru ekki til íslensk heiti á þeim en algengt er að nota skammstafanir þeirra. Þær algengustu eru: high-density polyethylene (HDPE), low-density polyethylene (LDPE), polypropylene (PP), polyvinyl chlori...

Nánar

Hvað er níu-prófun?

Öll spurningin hljóðaði svona: Mér var kennt um miðja síðustu öld að finna þversummu þar til aðeins einn tölustafur stæði eftir. Dæmi: 378 ... 3 + 7 + 8 = 18 og 1 + 8 = 9. Þar með væri þversumma tölunnar 378 níu. Er það rangt? Og ef svo er, hvað kallast þá að taka ítrekað þversummu niður í einn tölustaf? V...

Nánar

Hvað er deiling og hver uppgötvaði þessa stærðfræðiaðferð?

Flestum kemur skipting til hugar þegar reikniaðgerðin deiling er nefnd. Eðli deilingar getur þó verið ólíkt ef grannt er skoðað. Talað er um tvenns konar deilingu, annars vegar skiptingu en hins vegar endurtekinn frádrátt. Munurinn er að annars vegar á að skipta jafnt í tiltekinn fjölda staða en hins vegar að ...

Nánar

Er siðferðilega rétt að veiða lax í þeim eina tilgangi að sleppa honum?

Á undanförnum árum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting á því hvernig við teljum æskilegt að koma fram við umhverfi okkar. Margt af því sem áður þótti eðlilegt þykir núna fullkomlega óásættanlegt. Stærstu breytingarnar tengjast líklega því hvernig við förum með úrgang og rusl, en á síðustu árum hafa viðhorf okkar ti...

Nánar

Fleiri niðurstöður